Nýtt Scania Driver app
Nú á dögunum kynnti Scania nýtt Scania Driver app sem gerir þér kleift að fjarstýra olíumiðstöðinni í stýrishúsinu þannig að hitastigið sé gott og þægilegt áður en þú ferð inn.
Við erum öll á okkar mismunandi leið og gríðarlega mikilvægt að þessi tenging við veginn sé í samræmi við okkar akstur. Klettur hjálpar þér að finna réttu vetrardekkin.
Scania býður upp á fjölbreyttar sjálfbærar lausnir sem stuðla að umhverfisvernd og hagkvæmni í flutningi. Hafðu samband og kynntu þér hvað hentar þínum rekstri.
Nánar
Scania hefur verið markaðsleiðandi hér á landi síðustu 23 ár. Scania er þekkt fyrir að framleiða hágæða, áreiðanleg og endingargóð farartæki sem henta vel fyrir krefjandi aðstæður. Hægt er að fá bílana afhenta fullútbúna til notkunar með hvers konar ábyggingu og má þar helst nefna: vörukassa frá SKAB og Närko, HIAB hleðslukrana, gámakróka frá Joab eða Multilift og efnispalla frá Sörling, Zetterbergs og Langendorf. Einnig bjóðum við malarvagna, vélarvagna og sérútbúna steypueiningavagna frá þeim.
Nánar
Goodyear dekk eru í hæsta gæðaflokki. Þau eru hljóðlát, veita minni mótstöðu og stuðla þannig að minni orkuneyslu bílsins. Þau gefa gott grip og veghljóð er lágmarkað. Goodyear bjóða upp á svokallaða SoundComfort tækni, sem dempir veghljóð inni í bílnum og virkar t.d. mjög vel fyrir rafmagnsbíla.
Nánar
Allt sem þarf til að þjónusta vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki
Nánar
Caterpillar er stærsta og þekktasta vörumerkið í vinnuvélaheiminum og varla er sú stórframkvæmd sem hefur verið ráðist í hér á landi sem hefur ekki haft Caterpillar vélar á vinnusvæðinu. Vélar frá Caterpillar eru þekktar fyrir gæði og áreiðanleika.
Nánar