Helstu styrkleikar Kletts liggja í mannauðinum en félagið hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem býr yfir áralangri reynslu og mikilli sérþekkingu sem nýtist á hverjum degi. Hjá Kletti eru ríflega hundrað starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Á fimmta tug bifvéla- og vélvirkja starfa hjá félaginu og tæplega þrjátíu við hjólbarðaþjónustu. Önnur starfsgildi eru sérfræðistörf í tæknimálum og fjöldi starfa á þjónustusviði, við sölu, á lager, á skrifstofu og í yfirstjórn félagsins. Hjá Kletti er mikið lagt upp úr menntun starfsmanna. Til að mynda njóta starfsmenn verkstæðisins símenntunar sem er fólgin í fjölda námskeiða hjá helstu birgjum félagsins.
Kristinn Ari Hermannsson - Vélvirki
Kristinn er mikið í bilanagreiningum og viðgerðum á vinnutækjum og segir mikilvægt að vera alltaf á tánum. „Það eru miklir möguleikar á að sækja sér símenntun og við erum hvattir til að bæta við okkur þekkingu.
Magnús sinnir öllum helstu viðgerðum á Scania-vörubílum, allt frá mótorviðgerðum yfir í gírkassa, bilanagreiningar og rafmagnsviðgerðir. „Hvað elska ég við þetta? Það er held ég bara hvað þetta er fjölbreytt og hvað það er gott starfsfólk hérna og góður mórall.“
„Dagurinn er oft mjög fljótur að líða, því þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Kristinn sem gerir mikið af því að gera við loftpressur. Hann segir að fagleg vinna á verkstæðinu sé tryggð með stöðugri símenntun starfsmanna.
Hefur þú áhuga á að vinna hjá framsæknu sölu- og þjónustufyrirtæki? Við skoðum alla sem falla inn í góða liðsheild. Umsóknir berast þjónustustjóra og verður öllum umsóknum svarað.
Leitað er að aðila til að ganga til liðs við öflugt teymi vélvirkja á vélaverkstæði. Um er að ræða tvær staðsetningar, annars vegar í Klettagörðum í Reykjavík og hins vegar í nýrri stöð í Hafnarfirði.
Leitað er að aðila til að ganga til liðs við öflugt teymi vélvirkja á vélaverkstæði. Um er að ræða tvær staðsetningar, annars vegar í Klettagörðum í Reykjavík og hins vegar í nýrri stöð í Hafnarfirði.
Klettur leitar að verkstjóra til að stýra öflugu teymi í þjónustuverkstæði á Akureyri. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi í fyrirmyndaraðstöðu.
Klettur leitar að verkstjóra til að stýra öflugu teymi í þjónustuverkstæði á Akureyri. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi í fyrirmyndaraðstöðu.