Snjallþjónusta

Hvert einasta tæki er uppfullt af snjallri tækni, háþróuðum skynjurum og möguleika á þráðlausri tengingu. Þetta þýðir að í dag erum við með hundruð þúsunda tengdra ökutækja, vinnuvéla og aflvéla í gangi um allan heim, þessi tækni gerir okkur kleift að þróa þjónustu sem getur aukið verðmæti í þínum rekstri. Allt frá minni eldsneytisnotkun og minni sliti yfir minni viðhaldsþörf og stopptíma vegna þess. Það á við hvort sem þú ert með blandaðan flota eða rekur eitt tæki eða bíl. Í stuttu máli – við leggjum áherslu á gögn svo þú getir einbeitt þér að þínum rekstri.

Scania Fleet Appið

Scania Fleet appið er þægileg leið til að fylgjast með fyrir bílstjóra og stjórnendur á ferðinni.

Appið er í boði frítt fyrir Android og iOS tæki. Til að nýta sér appið þarf að hafa aðgang að Control pakka og vera virkur notandi.

 

Helstu kostir

Mismunandi hlutverk veita aðgang að mismunandi aðgerðum.

Möguleiki á að fjarstýra olíumiðstöð fyrir stýrishús og vél.

Hægt að tilkynna bilanir og atriði sem þarfnast úrbóta með texta og tilvísunarmyndum.

Mat ökumanns í daglegum akstri.

Yfirlitskort yfir bílaflota fyrir stjórnendur.

Í boði fyrir Android og iOS tæki.

My Scania (FMP)

Flotastjórnunarkerfið okkar gefur þér ítarlegri upplýsingar og miklu meiri innsýn en ókeypis yfirlitsskýrslan. Allt frá mikilvægum nauðsynlegum gögnum eins og rauntíma GPS staðsetningu ökutækisins, eldsneytiseyðslu og umhverfisskýrslum sem fylgjast með CO2 losun þinni, þjónustuáætlunum og ábendingum bílstjóra í gegnum Scania fleetappið, til mats ökumanna og tækja sem hjálpar þér að finna fljótt hugsanlegar umbætur í rekstri ökutækisins.

Helstu kostir

Veflausn í skýi í boði allan sólarhringinn.

Rauntíma staðsetning (1,5,10).

Afköst ökutækis.

Umhverfisskýrslur.

Ökumannsmat.

Aksturstími.

Þjónustuskipulag.

Tilkynning um bilanir og úrbætur.

Möguleiki á að sérsníða viðvarnir.

Snjallsímaforrit fyrir Android og iOS.

Skýrslur

Vikulegt yfirlit yfir mikilvægustu lykiltölurnar úr Scania bílnum þínum – með greiðan aðgang í gegnum vafrann þinn. Reglubundin uppfærsla á gögnum ökutækisins getur verið fyrsta skrefið í að átta sig á því hvaða viðskiptavirði þú bætir við með því að vita meira um raunverulegan rekstur ökutækja þinna, sem og innsýn í hversu miklu meiri upplýsingar kunna að vera tiltækar og innan seilingar.

Helstu kostir

Vikulegar uppfærslur í skýrsluformi.

Áminningar í tölvupósti þegar nýjar skýrslur eru tiltækar.

Fljótt yfirlit yfir jákvæða og neikvæða þróun.

Þjónustan er gjaldfrjáls og opin þeim sem hafa innbyggðan samskipta búnað í sínum bílum (Scania 2014>).

Nýtt Scania Driver app – nýi besti vinur ökumannsins

Nýlega kynnti Scania nýtt Scania Driver app sem gerir þér kleift að fjarstýra olíumiðstöðinni í stýrishúsinu þannig að hitastigið sé gott og þægilegt áður en þú ferð inn. Appið býður upp á fleiri eiginleika eins og að skoða lykilgögn ökutækisins, gera athuganir fyrir brottför sem eru sendar sjálfkrafa í My Scania og skoða aksturstímayfirlit.

Hægt er að nálgast appið í iOS App Store og Google Play Store.

Fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum

Fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum  er besta leiðin fyrir þig til að meðhöndla ökuritagögn, best er að gera ferlið eins sjálfvirkt og mögulegt er. Þó svo aldrei sé hægt að útvista raunverulegri lagalegri ábyrgð, þá er auðveldara að fylgjast með áskorunum með stöðuskýrslum og greiningu á hugsanlegum lagalegum álitamálum varðandi brot, tafir, nauðsynlegar kvarðanir sem og væntanlegar endurnýjunar á ökumannskortum.

Helstu kostir

Einfallt sjálfvirk ökuritaniðurhal.

Enginn viðbótarvélbúnaður krafist sé bíllinn búin Scania comunicator.  

Forðastu brot og sektir.

Skýrslur yfir frávik.

Öll gögn þín geymd á öruggan hátt.

Þráðlaust niðurhal með fjarlestri hvar sem er.

Áminningar með SMS og tölvupósti.

Samræmist stöðlum um stafræna ökurita og snjalla ökurita.

Gögn fáanleg í gegnum Gagnaaðgang.  

My Scania flotastjórnunar kerfið er frábær lausn fyrir bílstjóra og stjórnendur til að fylgjast með daglegum rekstri á bílaflotanum sínum.

Sigurjón Örn Ólafssons
Þjónustustjóri Scania
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Eitthvað fór úrskeiðis