Dekkjaskipti á Goodyear dekkjum

Vörumerkin

Goodyear

Goodyear dekk eru í hæsta gæðaflokki. Þau eru hljóðlát, veita minni mótstöðu og stuðla þannig að minni orkuneyslu bílsins. Þau gefa gott grip og veghljóð er lágmarkað. Goodyear bjóða upp á svokallaða SoundComfort tækni, sem dempir veghljóð inni í bílnum og virkar t.d. mjög vel fyrir rafmagnsbíla. Það er svampur inni í dekkjunum sem dempar lofthljóð innan úr þeim þegar þau snúast á veginum.

Hankook

Hankook dekk byggja á áralangri hefð. Hankook fyrirtækið var stofnað árið 1941 í Suður-Kóreu.Hankook I*pike er nýjasta kynslóð neglanlegra vetrardekkja frá Hankook. Hægt að nota þau með eða án nagla. Gríðarlegar rannsóknir og þróunarvinna liggja að baki þessari nýju gerð dekkja hjá Hankook. Mynstrið í dekjunum er grófara en í hefðbundnari vetrardekkjum sem bætir veggrip í hálku.

Nexen

Nexen er einn hraðast vaxandi dekkjaframleiðandi í heiminum í dag. Flestir helstu bílaframleiðendur heimsins velja Nexen dekk á bílana sína. Þar má nefna Volkswagen, Skoda, Audi, Toyota og Chrysler. Winspike er míkroskorið og með v-laga munstri til að tryggja góða aksturseiginleika á ís og á snjó. Naglarnir eru í 12 línum til að hafa dreifingu þeirra sem besta. Hægt er að nota dekkið óneglt. (WH62)

Dunlop

Dunlop eru með frábær mótorhjóladekk en Dunlop er undirmerki Goodyear. Dunlop dekk eru mjög ofarlega í mótorsportinu, t.d. í motocrossinu. Dunlop d606, mx53 og trailsmart mission eru nýjar gerðir af mótorhjóladekkjum frá þeim sem eru að skora hátt.

Sava

Sava er undirmerki Goodyear. Oft eru notuð eldri Goodyear munstur eins og í nagladekkjunum frá þeim þegar Goodyear kemur með nýtt munstur. Sava dekk eru yfir meðallagi í gæðum og mjög vinsæl hjá okkur því þau skila sínu.

Fulda

Fulda dekk eru þýsk framleiðsla en í eigu Goodeyar. Þau eru meðal þeirra vinsælustu á heimamarkaðnum í Þýskalandi en markmið Fulda er að bjóða gæðadekk á hagstæðu verði. Dekkin eru framleidd samkvæmt ISO 14001 gæðastaðlinum og óháðir matsaðilar yfirfara framleiðsluna reglulega.Fulda dekk eru þýsk framleiðsla en í eigu Goodeyar. Þau eru meðal þeirra vinsælustu á heimamarkaðnum í Þýskalandi en markmið Fulda er að bjóða gæðadekk á hagstæðu verði. Dekkin eru framleidd samkvæmt ISO 14001 gæðastaðlinum og óháðir matsaðilar yfirfara framleiðsluna reglulega.