Verkstæði
Klettur er með velútbúið verkstæði og smurstöð ásamt fjórum þjónustubifreiðum sem þjónusta norðausturhluta landsins. Allt sem þarf til að þjónusta vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki.Við bjóðum meðal annars upp á:
Bilanagreiningar
Hraðþjónustu
Forgreiningar
Allar almennar viðgerðir
Viðgerðir á mengunarbúnaði
Þjónusta á lofkælingu (AC)
Tjónaviðgerðir
Framrúðuskipti
Ábyrgðarviðgerðir
Vagna þjónustu/viðgerðir
Krana þjónustu/viðgerðir
Krókheysis þjónustu/viðgerðir
Vinna við ábyggingar s.s. færsla á ábyggingum, breytingar og betrum bætur.
Varahlutaverslun
Í versluninni er um við með alla helstu varahluti fyrir vörubíla, rútur, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki. Við leggjum áherslu á gæði vöru og þjónustu og ef vara er ekki fáanleg á lager býðst fyrsta flokks pöntunarþjónusta frá okkar helstu birgjum.Við leggjum okkur einnig fram um að hafa allar helstu þrifa- og rekstrarvörur til í versluninni, ásamt ýmsum aukahlutum í bíla og tæki. Opnunartími varahlutaverslunar er alla virka daga frá klukkan 08:00 til 17:00.
Neyðarþjónusta
Ef þig vantar nauðsynlega aðstoð utan okkar hefðbundna opnunartíma hefur þú kost á að nýta þér neyðarþjónustu Kletts. Ef ekki tekst að leysa vandamálið símleiðis áttu kost á að fá viðgerðarmann á staðinn. Athugið að fyrir útkall greiðist ekki minna en fjórar klst. í yfirvinnu og greitt er aukalega fyrir viðgerðir sem taka lengri tíma en hefðbundið útkall á þessum tímum.
Neyðarþjónusta er opin virka daga 17:00-08:00 og um helgar.
Símanúmer: 825 5770 Þú ert í öruggum höndum alla daga ársins hjá okkur, við erum til taks 24/7/365.