Hjólbarðar

Hjólbarðasvið Kletts býður upp á óendanlega möguleika þegar hjólbarðar eru annars vegar, hvort sem um er að ræða fólksbíla, lyftara, vörubifreiðar eða stærstu gerðir vinnuvéla.

Okkar dekk

Vetrardekk

Bestu vetrardekkin veita framúrskarandi grip í snjó og hálku. Þau endast vel í vetrarakstri en slitna hraðar á sumrin og veita minna grip á blautu malbiki á sumrin en sumardekk. Klettur býður mikið úrval af stærðum og gerðum á verði frá 9.900 kr. Aðalmerki okkar er Goodyear en við bjóðum einnig upp á dekk frá Sava, Dunlop og Fulda. Að auki bjóðum við upp á hjólbarða frá Hankook, Nexen og Roadstone. Vetrardekk skiptast í þrjár megingerðir: nagladekk og ónegld vetrardekk. Ónegldu vetrardekkin skiptast í tvo flokka: annars vegar svokölluð “soft compound” dekk sem eru mjúk eins og nafnið gefur til kynna og gefa því betra grip í snjó og hálku, hins vegar þau sem Íslendingar kalla heilsársdekk sem ætluð eru til aksturs allt árið. Við mælum ekki með heilsársdekkjum nema að fólk keyri lítið.
Bóka tíma

Nagladekk

Nagladekk grípa einstaklega vel í hálku en eru háværari en ónegld vetrardekk. Munstrið er grófara og naglarnir eru hannaðir til að höggva sig niður í ísinn þannig að gripið verði betra. Á Íslandi mega bílar vera á nagladekkjum á tímabilinu frá 1. nóvember til 14. apríl en utan þess tíma er bannað að vera á nagladekkjum og varðar sektum.
Bóka tíma

Sumardekk

Sumardekk henta vel í bleytu og á þurru malbiki og þau endast lengur en vetrardekk. Vegna minna viðnáms spara þau orkugjafa bílsins (hvort sem hann er eldsneyti eða rafmagn).Tímabil fyrir sumardekk er frá 15. apríl til 1. Nóvember. Sekt fyrir hvert nagladekk á því tímabili getur numið 20 þúsund kr.
Bóka tíma

Heilsársdekk

Heilsársdekk eru breiður flokkur dekkja því kalla má öll ónegld dekk heilsársdekk. Ónegld vetrardekk slitna hraðar á sumrin og veita minna grip en sumardekk. Við gerðum samanburðarprófun á lélegum vetrardekkjum og góðum sumardekkjum og þar munaði allt að tólf metrum á milli þeirra þegar nauðhemlað var í bleytu.Hver eru þá bestu heilsársdekkin? Það fer eftir því hverju leitað er eftir. Ef þér er sama um aukið viðnám og hærri eldsneytiskostnað á sumrin gætu ónegld vetrardekk verið góður kostur. Að nota sumardekk í hálku á veturna getur verið hættulegt og við mælum gegn því. Vænlegasti kosturinn er að nota sumardekk á sumrin en vetrardekk á veturna.
Bóka tíma

Fólksbíladekk

Fólksbíladekk hafa fínna munstur en jeppadekk. Í fólksbílavetrardekkjum eru oft fínir skurðir yfir munstrið sem gefa meira grip. Það er mýkra gúmmí og meira hugað að minni hávaða og minna viðnámi fyrir eldsneytissparnað. Fólksbíladekk hafa oft stefnuvirk dekk eða inn og út síðu til að ná hámarksgripi og hreinsa vatn undan þeim.
Sjá meira
Dekkjaskipti á Goodyear dekkjum

Jeppadekk

Jeppadekk eru harðgerðari en fólksbíladekk vegna þess að þau þurfa að þola erfiðari aðstæður og undirlag. Hægt er að fá jeppadekk með mismunandi grófleika fyrir ólíkar aðstæður. Í jeppadekkjaflóruni flokkast líka dekk undir pickup bíla  D,E og F load Þau eru oftast með meiri burð en venjuleg jeppadekk C load. Við bjóðum upp á dekk frá Goodyear, Hankook, Nexen o.fl. Frá minnstu stærðum 205/ til stærri 42 tommu.

Mótorhjóladekk

Það eru til þrjár gerðir af mótorhjóladekkjum: Motocross/Enduro og tvær gerðir af götudekkjum undir Hippa/racer. Dekkin undir racerana eru mýkri og gefa betra grip þannig að þau slitna hraðar en dekkin undir Hippana eru stífari og krefjast minni mýktar og grips vegna þess að hjólin eru töluvert þyngri og öðruvísi í notkun. Motocross/Enduro dekkin eru yfirleitt með kubbamunstri og því góð á grófu undirlagi.Kíktu til okkar í Hátún 2a eða hafðu samband í síma 590 5260.
Starfsmaður Kletts að skipta um mótorhjóladekk

Vinnuvéladekk

Vinnuvéladekk  eru alveg sér flóra og þarf að velja vel í hvað skal nota. Hafa skal í huga að það er alltaf loftið sem ber þungan af tækinu en ekki dekkið sem slíkt, dekkið er bara framleitt sterkara og efnismeira til að þola aukinn loftþrýsting til að bera meiri þunga. Goodyear og Maxam eru okkar helstu merki

Vörubíladekk

Vörubíladekk eru eins og vinnuvéladekk mjög sterkbyggð, vírofin á alla kanta til að bera þungann. Þar þarf einnig að huga að í hvaða verk/akstur er verið að nota viðkomandi vöru/dráttarbíl. Það eru bæði sumardekk og vetrardekk líka, svokölluð námudekk. Vörubíladekk eru bæði til sóluð og ný.Okkar merki eru Goodyear, Dunlop, Fulda, Sava, DoubleCoin, DoubleStar, Torque og sóluð dekk. Kíktu til okkar í Klettagarða 8-10 eða hafðu samband í síma 590 5270.

Landbúnaðardekk

Landbúnaðardekk eru til af öllum gerðum og stærðum.Dráttarvélardekk eru algengust og fyrirferðamest en svo eru vagnadekk, heyvinnutæki  og liðléttingar að koma mikið inn þessi misserin.Við bjóðum upp á dekk undir allar þessar gerðir og eru okkar helstu merkiMaxam, Starco o.fl.