Fullkomin yfirsýn yfir tækjaflotann, hvar og hvenær sem er 

Hagkvæmari rekstur og meiri afköst

Með VisionLink frá CAT færðu rauntímagögn um rekstur, ástand og staðsetningu tækja, allt í einu notendavænu kerfi. Lausnin dregur úr óþarfa niðurtíma, eykur hagkvæmni og veitir innsýn sem hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir. Með VisionLink öðlast þú betri stjórn á rekstri, hvort sem um er að ræða minni tækjakost eða umfangsmikla flotastýringu.

Fullkomin yfirsýn yfir tækjaflotann.

VisionLink veitir rauntímagögn um tækjaflotann þinn, hvort sem það er staðsetning, nýting eða eldsneytisnotkun.

  • Stjórnaðu þínum flota, óháð framleiðanda, á einum stað.  
  • Fáðu gögn og fylgstu með eigin, leigðum og kaupleigu tækjum.  
  • Aðgangur að gögnum á vef og í snjallforriti.  

Taktu upplýstar ákvarðanir

Fáðu meira en bara mælaborð með rekstrargögnum, notaðu snjallar lausnir til að skipuleggja viðhald, greina bilanir og bóka þjónustu á einfaldan hátt.

  • Skipuleggðu viðhald með yfirsýn yfir ástand tækja og forgangsraðaðu viðgerðum til að forðast óvæntan kostnað.
  • Fáðu sjálfvirkar tilkynningar um bilanir og þjónustu til að lágmarka niðurtíma.
  • Bókaðu þjónustu beint í kerfinu á einfaldan hátt.

Takmarkaðu niðurtíma  

Takmarkaðu óvæntan niðurtíma með góðri yfirsýn yfir ástand tækja, bilanakóða, og fyrirhugað viðhald á einum stað.

  • Fáðu tafarlausar viðvaranir um alvarlegar bilanir um leið og vandamál greinist.
  • Styttu greiningartíma með varahluta- og þjónustutilkynningum.
  • Fylgstu með viðhaldsáætlunum fyrir allan tækjaflotann.

Stjórnaðu tækjum í rauntíma

Fylgstu með staðsetningu, gangtíma, eldsneytisstöðu, ástandsvandamálum og heildarnýtingu tækja með skýrslutíðni sem hentar þínum þörfum, allt frá daglegum skýrslum til rauntíma viðvarana.

  • Fáðu tilkynningar þegar vélar eru með lága hleðslu, eldsneyti eða AdBlue-stöðu.  
  • Greindu eldsneytistap eða óvæntan eldsneytisleka.
  • Fylgstu með hvenær tæki koma á eða fara af vinnusvæðum.
  • Athugaðu hvort tæki eru í gangi eða ekki.

Hámarkaðu nýtingu og skilvirkni

Taktu betri ákvarðanir með rauntímagögnum og dragðu úr kostnaði og niðurtíma.

  • Stjórnaðu tækjanýtingu eftir vinnusvæðum og e-fence.  
  • Settu nýtingarmarkmið og fylgstu með frammistöðu.
  • Búðu til nákvæmar skýrslur fyrir betri rekstraryfirsýn.
  • Fylgstu með vinnustundum, lausagangi, eldsneytisnotkun og CO₂ losun í rauntíma.  

Fullkomin yfirsýn yfir tækjaflotann – hvar og hvenær sem er 

Hagkvæmari rekstur, lækkaður kostnaður og meiri afköst

Áskriftarleiðir sem henta þínum rekstri

Við bjóðum upp á margvíslegar áskriftarleiðir, sem tryggja að þú færð nákvæmlega það sem þú þarft á góðu verði.

Connect

Frítt fyrir CAT

2.090 kr á mánuði án/vsk fyrir tæki frá öðum framleiðendum.

  • Daglegar skýrslur

  • Eldsneytis- og AdBlue-yfirsýn

  • Sjálfvirkar viðhalds- og þjónustuáminningar

  • CO2 útreikningar

Hafa samband

Performance

5.490 kr.

á mánuði án/vsk

fyrir 10 mínútna skýrslutíðni

  • Skýrari gögn um nýtingu og afköst

  • Yfirsýn yfir burðagetur og fjölda ferða

  • Rauntíma viðvaranir um bilanir og stöðvunartíma

  • Greining á eldsneytisnotkun

  • Tillögur til að bæta afköst og nýtingu tækja.

Hafa samband

Performance +
Grade connectivity

7.990 kr.

á mánuði án/vsk

fyrir 10 mínútna skýrslutíðni

  • Deiling gagna í rauntíma

  • Aðgangur að GNSS leiðréttingum

  • Fjarstýrð bilanagreining

  • Fjarstýrðar stillingar fyrir jarðvinnu

  • Vél er útbúin með VRS leiðréttingarbúnaði

Hafa samband

PerformancePro

12.990 kr.

á mánuði án/vsk

fyrir 10 mínútna skýrslutíðni

  • Tíðari gagnagreining og skýrslugerð sem sameinar framleiðslugögn frá mörgum tækjum.

  • Nýttu 3D gagnamyndir frá GRADE til að fylgjast með framvindu og hámarka nýtingu.

  • Nákvæmar upplýsingar um burðargetu, staðsetningu og vinnulotur

  • Rafræn skráning fyrir vigtarkerfi um borð

Hafa samband

ATH. Verð birt með fyrirvara um breytingar

Söluteymi

Andri Þór Ólafsson

Andri Þór Ólafsson

Sölustjóri vinnuvéla

Aðalsteinn Jóhannsson

Aðalsteinn Jóhannsson

Tæknistjóri

Baldur Þorgeirsson

Baldur Þorgeirsson

Þjónustustjóri CAT

Algengar spurningar

Allt sem þú þarft að vita um VisionLink og hvernig það virkar.
Finnur þú ekki svar við þinni spurningu? Hafðu samband

Hvernig fæ ég aðgang að VisionLink?

Hafðu samband í gegnum heimasíðu Kletts. Aðgangsupplýsingar eru veittar við skráningu og hægt er að bæta við fleiri notendum eftir þörfum.

Get ég veitt fleiri starfsmönnum aðgang að VisionLink?

Já! Þú getur bætt við notendum og stjórnað aðgangsstigi þeirra. Hægt er að takmarka hvaða upplýsingar hver notandi sér og hvaða aðgerðir hann getur framkvæmt, t.d. skoða gögn, bóka viðhald eða breyta stillingum.

Get ég notað VisionLink með tækjum frá öðrum framleiðendum en CAT?

Já! VisionLink virkar með tækjum frá flestum framleiðendum, ekki bara CAT. Þú getur fylgst með eigin, leigðum og kaupleigðum tækjum í sama kerfi.

Get ég fylgst með tækjum í rauntíma með VisionLink?

Já! VisionLink veitir rauntímagögn um staðsetningu, eldsneytisnotkun og gangtíma tækja. Þú getur séð hvenær tæki eru í notkun, hvort þau eru í lausagangi og eldsneytisstöðu.