Klettur nýr umboðsaðili Finlay á Íslandi
Nýlega tók Klettur við umboðinu fyrir Finlay. Finlay er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði, þeir sérhæfa sig í þróun og framleiðslu á færanlegum brjótum, hörpum og færiböndum. Ístak fékk nýlega afhent fyrsta tækið frá Kletti, það er forbrjótur J1175E Hybrid sem bæði getur gengið fyrir diesel og rafmagni, ef landtenging er fyrir hendi.