Afhending á M316 hjólagröfu til G.Hjálmarssonar

Formleg afhending fór fram fyrir páska á M316 premium hjólagröfu sem G Hjálmarsson fjárfesti í á síðasta ári

Það sem helst ber að nefna sem prýðir þessa nýju línu frá CAT er:

  • Nýtt rafstýrt vökvakerfi.
  • Innbyggt 2D og CAT 3D gröfukerfi með tiltskynjara og RPS skynjara.
  • Nýtt rúmgott ökumannshús með fjölstillanlegu premium sæti og hita og kælingu í setu
  • Bird view myndavélakerfi
  • Snertiskjár með margvíslegum stillimöguleikum ásamt möguleika á allt að 50 prófílum fyrir vélamenn
  • Pin nr öryggi til að starta vél
  • Alsjálfvirkt hreinsikerfi á motor og AdBlue
  • Trellborg tvöföld dekk með sérhönnuðum millihring sem gerir það ómögulegt fyrir grjót að festast á milli
  • Sér dæla fyrir snúning
  • Smurkerfi frá verksmiðju ásamt tengingu við rotortiltið
  • Tönn að aftan með dráttarkrók og útbúnað fyrir sturtuvagn
  • CAT S60 hraðtengi á vél með secure lock öryggi
  • CAT TRS14 rótortilt með S60 hraðtengi undir með secure lock og gripörmum
  • CAT skóflupakki

Að sjálfsögðu fengu þeir sér Randex sturtuvagn í CAT litunum aftan í vélina.

Á myndinni má sjá Vilmund frá Kletti afhenda Hjálmar Guðmundssyni vélina fyrir utan höfuðstöðvar G Hjálmarsonar. Starfsmenn Kletts óska Hjálmari til hamingju með nýju vélina.

Viltu vita meira hvað nýja kynslóðin af premium vélunum hafa að bjóða, hafðu samband við sölumenn Kletts á sala@klettur.is


Aðrar fréttir