Í gær skráðum við fyrsta vörubílinn í nýrri skoðunarstöð Frumherja að Einhellu 1a í Hafnarfirði, nágrönnum okkar. Jóhannes Georgsson,sölustjóri Scania, hitti þar fyrrum starfsmann okkar Ingimund Jónsson sem framkvæmdi skoðunina, að sjáfsögðu af þeirri alkunnu fagmennsku sem hann er þekktur fyrir. Steypustöðin mun fá bílinn afhentan sem er af gerðinni Scania R560 og er útbúinn JOAB gámakrók ásamt HIAB 302 hleðslukrana og vörupalli frá CMT.
Þjónustumiðstöð okkar að Einhellu 1 fer brátt að opna dyrnar fyrir viðskiptavinum og ríkir mikil tilhlökkun. Ásamt skoðunarstöð Frumherja verður þar að finna bílaþvottastöð Löðurs fyrir atvinnutæki og eldsneytisafgreiðslustöð frá Orkunni. Vellirnir eru ört vaxandi iðnaðarsvæði og mun þetta því koma til með að vera frábær þjónustumiðstöð fyrir atvinnulífið.
Það er gott að vera í Hafnarfirði.