Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar. Jafnframt ertu tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar þannig að hestöfl í vélarúminu eru því rétt um 7000 HP.
Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak en það er jafnt og samanlagður togkraftur allra núverandi dráttarbáta Faxaflóahafna sem eru fjórir talsins. Til að setja þennan togkraft í annað samhengi eru varðskipið Týr með 56 tonna togkraft og varðskipið Þór með 120 tonna.
Nýr Magni býr einnig yfir nýjustu tækni á mörgum sviðum þar á meðal svokallaðri azimuth skrúfutækni þannig að ekki er hefðbundið stýri í honum heldur er honum stýrt með skrúfunum þannig að hann getur tekið 360° á punktinum ef þörf er á. Einnig eru mjög öflugar brunadælur tengdar við aðalvélar sem hægt er að nota við slökkvistörf. Öflugt tæki sem eykur öryggi til mikilla muna.
Alls hafa Faxaflóahafnir átt sex dráttarbáta sem allir hafa borið nafnið Magni og er þessi nýji sjötti í röðinni og var hann smíðaður hjá Damen Shipyards í skipasmíðastöð sem þeir eiga í Hi Phong, Víetnam