Sigurjón er nýr framkvæmdastjóri þjónustusviðs Kletts‍

Sigurjón Örn Ólafsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs Kletts. Hann tekur við af Sveini Símonarsyni, sem hefur stýrt þjónustusviðinu frá stofnun félagsins. Sigurjón hefur áralanga reynslu hjá Kletti og hefur gegnt lykilhlutverki í vexti innan þjónustudeildar Kletts sem þjónustustjóri undanfarin ár. Hann býr yfir víðtækri reynslu af þjónustustjórnun og leiðtogahlutverki.

Ég er spenntur fyrir því að fá að leiða þjónustsvið Kletts. Styrkleikar Kletts liggja í metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem býr yfir áralangri reynslu og mikilli sérþekkingu. Við ætlum okkur að halda áfram að veita viðskiptavinum okkar trausta og góða þjónustu,” segir Sigurjón Örn Ólafsson.

Að byggja upp þjónustusvið Kletts með því góða fólki sem þar starfar hefur verið ómetanleg reynsla og ég er stoltur af því sem við höfum áorkað saman við framþróun félagsins.

Samhliða breytingunum hefur Andreas Boysen verið ráðinn semnýr þjónustustjóri. Andreas Boysen kemur frá Norðuráli og býr yfir mikillireynslu af þjónustustjórnun og innleiðingu tæknilegra umbóta sem framundan eru.

Aðrar fréttir