Sjálfbærir flutningar

Leiðin að sjálfbærum flutningum er með Scania

Scania Super

Á vegferð okkar í að ná sjálfbærum flutningum spilar þróun og nýting dísel véla enn gríðar stóran þátt og verður næsta áratug. Super er ný lína vörubíla hjá Scania sem felur meðal annars í sér nýja 13 ltr. dísilvél, gírkassa og driflínu. Mikil tækniþróun hefur orðið í dísilvélinni sem er orðin það hrein í bruna að hún er að ná að minnka eldsneytisnotkun um 8–10% frá síðustu kynslóð dísilvéla. Fjórar vélastærðir eruí Super-línunni: 420, 460, 500 og 560 hestöfl.

Scania Super hefur m.a. unnið titilinn „Green Truck of the Year” og er eyðslugrennsti flutningabíllinn í stórum samanburði í Evrópu á síðasta ári.

8%

Framtíðin er SUPER

8% betri jörð.
8% betri framtíð.
Allt að 8% betri eldsneytiseyðsla miðað við fyrri gerðir.

Hvað er SUPER?

Super er vörubílalína frá Scania með vélarstærðir á bilinu 420-560 hestöfl sem setja ný viðmið varðandi eldsneytiseyðslu.

Meðal nýjunga er:
Ný 13 lítra vél, fullkomnasti brunahreyfill sem Scania hefur hannað til þessa, með allt að 8% eldsneytissparnaður miðað við eldri gerðir.
Með aðferðarfræðinni að hámarka togkraft á lágum vélarsnúning næst besta nýting á eldsneyti ásamt lækkun á kolefnisspori.
Ný hönnun á mengunarbúnaði skilar nýju 13 lítra vélinni í strangasta euro 6e staðalinn.
Möguleiki er á vali á nýrri öflugri mótorbremsu (CRB) með allt að 350 kw hemlunargetu.
Samhliða nýrri vél er kynntur til sögunnar nýr Scania gírkassi með yfirgír.
Nýi GW 25 gírkassinn er sambærilegur GW 33 gírkassanum sem kynntur var til sögurnar með V8 vélinni.
Gírkassin er byggður upp á sama hátt og er lykilþáttur í að hámarka afköst á lágum snúningshraða og minnka eldsneytiseyðslu.
GW gírkassarnir geta verið búnir nýrri gerð af enn öflugri Retarder með 4700 Nm bremsugetu.

BEV – Rafknúin ökutæki

Scania er fyrsti vörubílaframleiðandinn til að bjóða upp á 100% rafmagnsvörubíl í almenna sölu.

Með rafmagnsaflrás er hægt að bjóða upp á hljóðlátan og umhverfisvænan flutning í borgum og nærumhverfi. Rafbíllinn hentar einkar vel við dreifingu á vörum í verslanir og sorphirðu svo dæmi sé tekið.

PHEV – Plug in hybrid

Plug-In Hybrid vörubíllinn okkar nýtir styrkleika bæði rafmagns aflrásarinnar og hefðbundinnar diselvélar. Á styttri leiðum nýtir þú rafmagn en þegar lengra er farið er skipt yfir á disel vélina.

Með snjallþjónustunni okkar getur þú til dæmis afmarkað svæði þar sem þú vilt eingöngu aka um á rafmagni.

HEV – Hybrid

Hybrid vörubíllinn okkar nýtir styrkleika bæði rafmagns aflrásarinnar og hefðbundinnar diselvélar. Með því næst töluverður eldsneytissparnaður og minni kolefnislosun.

Með snjallþjónustunni okkar getur þú til dæmis afmarkað svæði þar sem þú vilt eingöngu aka um á rafmagni.

CNG - Hringrásarhagkerfið nýtt til fullnustu.

CNG eða metan knúnar Scania vélar hafa sannað gildi sitt síðustu 20 ár á Íslandi, áræðanleiki og hagkvæmni hafa marg sannað sig. Með því að nýta metan gas sem er innlendur orkugjafi er dregið allt að 90% úr kolefnislosun um alla virðiskeðjuna.

Gasbílarnir okkar ná fullkomnu jafnvægi milli lítils útblásturs, afls og drægni. 9 og 13 lítra gasvélarnar eru góður kostur bæði í þéttbýli eða til langflutninga. Vélarnar eru einkar hljóðlátar sem hentar vel í þéttbýli og gera okkur kleift að bjóða upp á hreinar og sérsniðnar lausnir.

Í gegnum árin hafa gasvélarnar okkar verið í stöðugri þróun. Í dag eru vélarnar sambærilegar í afköstum og togi á við dísilvélar og eru fáanlegar sem 280 hö, 340 hö og 410 hö.

Söluteymi

Bjarni Arnarson

Bjarni Arnarson

Framkvæmdastjóri sölusviðs

Jóhannes Georgsson

Jóhannes Georgsson

Sölustjóri

Ívar Atli Brynjólfsson

Ívar Atli Brynjólfsson

Sölufulltrúi

Fréttir