Hröð þróun Scania í rafmagnsbílum
Dagab er fyrirtæki í Svíþjóð sem sér um daglegan matvælaflutning og hefur fyrirtækið að undanförnu notast við rafknúna þungaflutningabíla og tvinnbíla. Í dag hefur fyrirtækið bætt við flotann sinn 64 tonna rafbíl sem mun sjá um vöruflutninga í Gautaborg.