Hjörvar Hafliðason, betur þekktur sem Dr. Football, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Gunnar Birgisson mættust í skemmtilegri gröfukeppni sem við héldum að þjónustumiðstöð okkar að Einhellu í Hafnarfirði. Keppnin er hluti af alþjóðlegri keppni Caterpillar þar sem keppendur frá öllum heimshornum reyna á hæfni sína með það að markmiði að hljóta heimsmeistaratitilinn í vélastjórn. Keppnin leggur áherslu á færni, nákvæmni og hraða, en á síðasta ári tóku meira en 5.500 keppendur þátt frá yfir 40 löndum.
„Hvert er ég að fara!“
Við fengum Örvar frá Verktækni til að hjálpa okkur að hanna þrjár kepnisgreinar sem reyndu á nákvæmni, hraða og tæknilega getu keppenda í stjórnun á CAT 305 smágröfu. Óhætt er að segja að keppendurnir sýndu misgóða takta, færni og þolinmæði við að leysa þrautirnar. Gunnar Birgis gæti átt framtíðina fyrir sér í gröfuheiminum þar sem hann sýndi afburða lipurð á meðan Kristjana heyrist á einum tímapunkt öskra „Hvert er ég að fara!“ og stökkva úr vélinni við kátínu viðstaddra. Áhorfendur geta nú þegar horft á fyrstu tvo þættina og fylgst með þegar úrslitin ráðast í lokaþættinum sem birtur verður 27. nóvember hér.