Mælaborðið sem stjórnendur hafa beðið eftir

Þeir sem stýra vinnusvæðum og hafa yfir að ráða mörg­um vinnu­vél­um þurfa að kynna sér sta­f­ræna þjón­ustu Kletts, að sögn þeirra Andra Þórs Ólafs­son­ar og Aðal­steins Jó­hanns­son­ar, en snjall­for­rit í sím­ann get­ur veitt þér full­komna yf­ir­sýn yfir all­an tækja­flot­ann, hvar og hvenær sem er.

„Klett­ur hef­ur verið leiðandi í sölu og þjón­ustu vinnu­véla um langt skeið. Starf­semi Kletts er byggð á traust­um grunni sem rekja má til árs­ins 1947 en auk vinnu­véla sel­ur Klett­ur vöru­bíla, hóp­bif­reiðar, tæki, skipa­vél­ar, vara­afls­stöðvar og hjól­b­arða. Það starfa um 150 ein­stak­ling­ar fyr­ir fyr­ir­tækið og erum við með verk­stæði í Reykja­vík, Hafnar­f­irði og á Ak­ur­eyri,“ segja Andri Þór Ólafs­son sölu­stjóri og Aðal­steinn Jó­hanns­son tækn­i­stjóri sem báðir vinna hjá fyr­ir­tæk­inu Kletti.

Aðal­steinn Jó­hanns­son tækn­i­stjóri hjá Kletti seg­ir stjórn­end­ur hrifna af Visi­on­Link þar sem for­ritið er ein­falt í notk­un. Hann hvet­ur alla til að kynna sér sta­f­ræna þjón­ustu Kletts og vera í bandi ef eitt­hvað er.

Klett­ur þjón­ust­ar flest­ar at­vinnu­grein­ar lands­ins

Helstu vörumerki Kletts í gegn­um tíðina hafa verið Scania og CAT en þau merki eru leiðandi á sín­um mörkuðum um all­an heim. „Við byggj­um á góðum grunni en það sem við leggj­um áherslu á að kynna núna er sta­f­ræn þjón­usta okk­ar í vinnu­vél­um sem auðveld­ar stjórn­end­um og eig­end­um störf sín og gef­ur mik­il­væga inn­sýn inn í rekst­ur­inn til að lækka kostnað og auka af­köst,“ segja þeir.

Mörg­um er kunn­ugt um mik­il­vægi sta­f­rænn­ar þjón­ustu þegar kem­ur að bil­anakóðum en neyðarþjón­usta Kletts þykir til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar á því sviði.

„Þegar bil­un kem­ur upp í vinnu­vél­um þá er hægt að hafa sam­band við okk­ur og við get­um farið inn í kerfið og skoðað hvað er að. Út frá því get­um við skipu­lagt viðgerðir og mætt á staðinn þar sem bil­un­in á sér stað með þá vara­hluti sem vant­ar. Þetta hef­ur reynst mjög vel í skip­um sem dæmi þegar bil­un kem­ur upp í vél úti á sjó. Þá get­um við mögu­lega mætt skip­inu í næstu höfn með það sem þarf og skipið farið af stað til veiða aft­ur, stund­um á inn­an við klukku­stund.“

Þess má geta að fyr­ir­tækið Klett­ur er stórt á markaði þegar kem­ur að hinum ýmsu at­vinnu­grein­um „Við selj­um bæði afl­vél­ar og ljósa­vél­ar um borð í skip. Við erum einnig með vara­aflsvél­ar í gagna­ver­um, í fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um, bönk­um og sjúkra­hús­um svo eitt­hvað sé nefnt. Við erum með raf­stöð í Seðlabank­an­um, á lög­reglu­stöðvum og Land­spít­al­an­um. Við ger­um þjón­ustu­samn­inga við alla þessa aðila, för­um við í reglu­legt eft­ir­lit sem er stund­um mánaðarlega og síðan stærri skoðanir ár­lega. Hjá Kletti erum við með bakvakt­ir þar sem við erum með fimm manns á vakt all­an sól­ar­hring­inn. Það er því alltaf hægt að ná í ein­hvern eft­ir lok­un verk­stæðis. Þegar verið er að flytja fisk á landi í flug, ef eitt­hvað kem­ur upp á og bíll­inn bil­ar á heiðinni þá eru viðgerðar­menn­irn­ir okk­ar farn­ir af stað á nótt­unni með vara­hluti til að koma bíln­um í gang aft­ur eins fljótt og mögu­legt er. Það mæðir gíf­ur­lega mikið á starf­semi véla í mörg­um at­vinnu­grein­um í land­inu og því þarf þjón­ust­an að vera til fyr­ir­mynd­ar,“ segja þeir.

Snjall­kerfi sem eru mjög ein­föld í notk­un fyr­ir all­an flot­ann

Flot­a­stýr­ing­ar­kerfið í öll­um vél­um Kletts, ekki síst í CAT- og Scania-vél­un­um, skipt­ir sköp­um í rekstri fyr­ir­tækja. „Við erum með tvö snjall­kerfi; Scania Fleet-appið og CAT Visi­on­Link-stýri­kerfið. Ef við tök­um sem dæmi Visi­on­Link þá færðu raun­tíma­gögn um rekst­ur, ástand og staðsetn­ingu tækja­flot­ans í einu mjög not­enda­vænu kerfi, óháð fram­leiðanda. Þú get­ur sett þau öll inn í Visi­on­Link. Í gegn­um þessi snjall­for­rit sem þú ert með í sím­an­um þínum get­urðu séð hvað er í gangi í þinni vél. Það er hægt að sjá hverju hún er að eyða, lausa­gang­inn, kol­efn­is­sporið og eldsneytið. Flota­stjórn­un er mik­il­væg til að geta mælt kol­efn­is­spor verk­efna,“ seg­ir Andri Þór.

Tækn­in er að búa til bylt­ingu í flot­a­stýr­ingu að mati þeirra Andra og Aðal­steins hjá Kletti.

Hæga­gang­ur véla get­ur verið til trafala að þeirra sögn. „Óþarf­ur og of mik­ill hæga­gang­ur eyk­ur kostnað við viðhald og geng­ur jafn­framt á ábyrgð véla þar sem ábyrgð er tengd tíma­mörk­um eða vinnu­stund­um, hvort held­ur sem kem­ur á und­an. Stjórn­end­ur sem ráða yfir mörg­um vél­um verða að hafa yf­ir­sýn yfir vinnu­véla­flota sinn til að halda rétt á spöðunum þegar kem­ur að rekstr­in­um og leiðbeina starfs­fólki á vinnusvæðinu,“ seg­ir Aðal­steinn.

Hægt að setja upp sjálf­virk­ar skýrsl­ur

Snjall­for­rit­in eru not­enda­væn og ein­föld í notk­un. „Eig­end­ur fá þá aðgang inn á kerfið á net­inu. Þar get­ur þú séð yf­ir­lit yfir all­an flot­ann þinn, óháð fram­leiðanda, hvað hann er að gera yfir dag­inn, vik­una, mánuðinn og árið. Sem dæmi geta viðskipta­vin­ir í snjómokstri séð staðsetn­ingu tæk­is og rakið fer­il hans yfir ákveðið tíma­bil. Þegar vél­arn­ar vinna all­an sól­ar­hring­inn er svo hægt að rekja sig aft­ur á bak til að finna út hvert á að senda reikn­ing fyr­ir sér­hvert tíma­bil. Eins er hægt að setja upp sjálf­virk­ar skýrsl­ur í kerf­inu sem veita upp­lýs­ing­ar dag­lega, viku­lega eða einu sinni í mánuði eft­ir hent­ug­leika. Ef bil­an­ir koma upp þá er hægt að láta kerfið senda okk­ur tölvu­póst en þá fáum bæði við og þeir sem eiga vél­arn­ar upp­lýs­ing­ar strax svo hægt sé að bregðast við um leið og lág­marka þann tíma sem tækið er ekki að vinna. Eins er hægt að skrá tæki inn­an ákveðins ramma þannig að ef farið er út fyr­ir ramm­ann þá kem­ur upp viðvör­un,“ segja þeir.

Reynslu­mikið fólk tek­ur upp­lýst­ar ákv­arðanir

Andri og Aðal­steinn segja alla viðskipta­vini Kletts mjög áhuga­sama um nýj­ung­ar, sér í lagi þegar hag­kvæmni sta­f­rænna lausna er orðin þannig að þú ert með vél­ina í vas­an­um – eða með öðrum orðum, snjall­for­rit í sím­an­um. „Um leið og fólk skil­ur hag­kvæmn­ina á bak við þess­ar sta­f­rænu lausn­ir, sér í lagi þeir sem hafa verið lengi í brans­an­um og vilja vita hvað vél­arn­ar eyða mik­illi olíu eða losa mikið kolt­víoxíð, þá er ekki aft­ur snúið. Þú færð í snjall­for­rit­un­um skýrslu um kol­efn­is­los­un fyr­ir öll verk­efni og svo fyr­ir fyr­ir­tækið yfir árið og það auðveld­ar til muna að setja inn töl­ur í grænt bóka­hald, svo dæmi séu tek­in,“ seg­ir Andri Þór.

Á heimasíðu Kletts und­ir flipa sem heit­ir sta­f­ræn þjón­usta má kynna sér all­ar upp­lýs­ing­ar um þess­ar tækninýj­ung­ar. „Svo erum við alltaf við sím­ann og höf­um mjög gam­an af því að heyra í okk­ar fólki og út­skýra hvað er í boði í dag þegar kem­ur að vinnu­vél­um og nýj­ustu tækni í sta­f­rænni þjón­ustu. Þetta er í raun­inni eins ein­falt og það get­ur orðið,“ segja Andri Þór Ólafs­son og Aðal­steinn Jó­hanns­son að lok­um.

Kynntu þér Vision Link hér.

Aðrar fréttir