Scania mest seldi vörubíllinn 2024
Scania heldur áfram að leiða íslenska vörubílamarkaðinn og var mest seldi vörubíllinn á Íslandi árið 2024 í flokki vörubíla 16 tonna og stærri (vörubílar II). Með 54% markaðshlutdeild eða 151 nýskráða bíla er Scania í efsta sæti enn eitt árið en þetta markar 24. árið í röð sem Scania er markaðsleiðandi hér á landi.