CAT D6 XE

Ný D6 XE rafdrifin jarðýta

Þeir Snorri og Dofri voru í Danmörku þar sem þeir fengu að prufa nýju CAT D6 XE rafdrifnu jarðýtuna. Stóðst hún allar væntingar og gott betur. En þetta er fyrsta rafdrifna jarðýtan í heimi sem er með drifhjólin uppi. Hefðbundin dísilvél, CAT C9.3B, sér um að knýja rafal sem framleiðir raforku fyrir rafmótor sem svo knýr drifhjólin. Þessi búnaður er með allt að 90% færri hreyfanlega hluti en í hefðbundinni skiptingu og hraðabreytingar eru stiglausar. Eldsneytisnýting á fluttan rúmmetra er allt að 35% betri og viðhaldskostnaður er allt að 12% lægri en á eldri gerðum. Ökumannshúsið hefur einnig verið endurhannað, það er mun stærra með 15% stærri gluggafleti.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar hér:

https://www.cat.com/en_GB/products/new/equipment/dozers/medium-dozers/2145358496516889.html

Aðrar fréttir