Jón Ingileifsson og Fossvélar fá afhenta CAT 323 premium beltagröfu

Um daginn kom Geir Þórir vélamaður í plægingarflokk Jóns Ingileifss / Fossvéla og fékk afhenta CAT323 premium beltagröfu. Premium vélarnar hafa ríkulegri staðalbúnað en flestir aðrir. Fyrir vélamann ber að nefna;

  • 360° myndavélakerfi.
  • Fjölstillanlegt sæti og armpúða með hita og kælingu.
  • 10“ snertiskjá og joystick þar sem hægt er að prógrammera takkana fyrir mismunandi aðgerðir.
  • Stjórntæki og vökvakerfi eru rafstýrð.
  • Stage V mótor með passivan alsjálfvirkan mengunarbúnað.
  • CPM vigt þar sem tryggt er að bíll sé alltaf rétt lestaður.
  • 2D gröfukerfi sem var uppfært í CAT „earthworks“ 3D system.
  • E-fence þar sem hægt er að setja öryggisgirðing í kringum vél ef unnið er undir t.d rafstreng eða húsþaki.
  • Assist kerfi sem eykur afköst á vélamann.

Að auki kom vélin með innbyggt stýrikerfi fyrir CAT TRS Rototilt og L8 joystick. Framan á dipperinn var sett Gjerstad S70 hraðtengi, CAT TRS23 70/70 Rototilt með RPS- og tiltskynjara og gripörmum. Að lokum fékk Geir sér pakka frá skoflur.is

Á myndunum má sjá Vilmund frá Kletti afhenda Geir Þóri og Magnúsi vélina ásamt því að fara yfir þá möguleika sem Premium vélarnar hafa.

Það var vel við hæfi að Geir kom á nýlegri Scaniu til að ná í nýju CAT 323 premium vélina.

Við erum ákaflega stolt yfir því að Jón Ingileifsson og Fossvélar völdu Klett og CAT sem samstarfsaðila í þessari fjárfestingu sinni og óskum þeim innilega til hamingju.


Aðrar fréttir