Scania heldur áfram að leiða íslenska vörubílamarkaðinn og var mest seldi vörubíllinn á Íslandi árið 2024 í flokki vörubíla 16 tonna og stærri (vörubílar II). Með 54% markaðshlutdeild eða 151 nýskráða bíla er Scania í efsta sæti enn eitt árið en þetta markar 24. árið í röð sem Scania er markaðsleiðandi hér á landi. Árið 2024 er jafnframt metár hjá okkur í Kletti í afhendingum nýrra Scania vörubíla þar sem metið frá 2023, þegar 106 bílar voruafhentir, var slegið.
Þar á eftir kemur Volvo með 22% eða 61 bíl, MAN með 15% eða 43 bíla og Benz með 6% eða 18 bíla.
Við í Kletti erum afar stolt af þessum árangri sem byggir á traustu samstarfi við viðskiptavini okkar og mikilli fagmennsku starfsfólks okkar. Scania vörubílarnir eru ekki aðeins þekktir fyrir framúrskarandi gæði, sjálfbærni og nýsköpun í stafrænum lausnum, heldur einnig fyrir fjölbreyttar útfærslur sem mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Nánast allir Scania vörubílarnir sem afhentir eru á Íslandi eru sérútbúnir og tilbúnir til notkunar. Algengar ábyggingar eru meðal annars vörukassar frá SKAB og Närko, HIAB hleðslukranar, gámakrókar frá Joab og Multilift og efnispallar frá Sörling, Zetterbergs og Langendorf. Einnig eru malarvagnar, vélarvagnar og sérútbúnir steypueiningavagnar vinsælar lausnir fyrir íslenska markaðinn.
Þessi árangur endurspeglar traust viðskiptavina okkar og skuldbindingu okkar til að veita framúrskarandi þjónustu. Við í Kletti hlökkum til að halda áfram að þjónusta íslenskan markað með Scania vörubílum, þar sem áhersla er lögð á gæði, sjálfbærni og stafrænar lausnir.