Nú fer hver að verða síðastur í að skipta yfir á sumardekkin því að rúmlega mánuður er síðan löglegu tímabili nagladekkja lauk, og sektin er allt að 80 þúsund krónur. Andri Ellertsson, rekstrarstjóri hjólbarða hjá Kletti, segir að skiptingarskeiðið hafi verið seint á ferðinni í ár. „Þessi vortörn var sérstök að því leitinu til að páskarnir voru mjög seint þetta árið. Fólk fór almennt af stað seint og allir í einu og því var mjög mikið að gera hjá öllum verkstæðum í langan tíma,“ segir Andri. Nú sé hins vegar farið að róast og engar afsakanir að koma ekki og skipta yfir á sumardekkin.
Fyrir þá sem vantar dekk til skiptanna býður Klettur upp á gott úrval, þar á meðal Goodyear Efficient Grip Performance 2 og Hankook Ventus Prime 4, sem komu best út úr Auto Bild sumardekkja prófununum árið 2022. Við mælum síður með því að fólk sé á heilsársdekkjum allt árið því sumardekk endast töluvert lengur en vetrardekk að sumarlagi. Þar spilar inn í að í vetrardekkjunum er töluvert mýkra gúmmí til þess að grípa betur í snjó og hálku. En þegar malbikið hitnar þá verður það eins og tyggjó og eyðist miklu hraðar.
Sumardekk hafa svo mun styttri bremsuvegalengd en vetrardekk yfir sumartímann, sérstaklega í bleytu bremsa þau allt að helmingi fljótar en vetrardekk, auk þess að eyða minna eldsneyti.
Bóka tíma hér.